Fréttir

GR datt niður í 16. sæti fyrir lokahringinn á EM
Nína Margrét, Ásdís og Lovísa á æfingahring fyrir mótið í Búlgaríu. Mynd: grgolf.is
Föstudagur 5. október 2018 kl. 20:04

GR datt niður í 16. sæti fyrir lokahringinn á EM

Golfklúbbur Reykjavíkur er í neðsta sæti fyrir lokahringinn á Evrópumóti klúbbaliða sem fer fram í Búlgaríu dagana 4.-6. október.

Ásdís Valtýsdóttir, Nína Margrét Valtýsdóttir og Lovísa Ólafsdóttir leika fyrir hönd klúbbsins en þær léku allar á 90 höggum á öðrum hringnum. Tvö bestu skor hvers klúbbs telja á hverjum degi.

Fyrir lokahringinn er GR á 56 höggum yfir pari en Basozabal klúbburinn leiðir á 7 höggum undir pari.

Skor GR-inga eftir tvo hringi:

37. sæti: Ásdís Valtýsdóttir, 79, 90
39. sæti: Nína Margrét Valtýsdóttir, 85, 90
45. sæti: Lovísa Ólafsdóttir, 96, 90

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
[email protected]