Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

GR fór upp um eitt sæti á lokahringnum á EM
Laugardagur 6. október 2018 kl. 14:11

GR fór upp um eitt sæti á lokahringnum á EM

Golfklúbbur Reykjavíkur endaði í 15. sæti á EM klúbbaliða sem fór fram dagana 4.-6. október í Búlgaríu. Liðið lék samtals á 79 höggum yfir pari dagana þrjá en tvö bestu skorin töldu hverju sinni.

Ásdís Valtýsdóttir, Nína Margrét Valtýsdóttir og Lovísa Ólafsdóttir léku fyrir hönd klúbbsins.

Hamburger og Basozabal klúbbarnir enduðu jafnir á toppnum á 12 höggum undir pari.

Skor GR-inga í mótinu:

35. sæti: Ásdís Valtýsdóttir, 79, 90, 80
40. sæti: Nína Margrét Valtýsdóttir, 85, 90, 87
45. sæti: Lovísa Ólafsdóttir, 96, 90, 91

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)