Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

GR í 14. sæti eftir fyrsta daginn á EM
Nína Margrét, Ásdís og Lovísa á æfingahring fyrir mótið í Búlgaríu. Mynd: grgolf.is
Fimmtudagur 4. október 2018 kl. 19:30

GR í 14. sæti eftir fyrsta daginn á EM

Ásdís Valtýsdóttir, Nína Margrét Valtýsdóttir og Lovísa Ólafsdóttir hófu í dag leik á EM klúbbaliða fyrir hönd Golfklúbbs Reykjavíkur. Íslensku stúlkurnar eru í 14. sæti eftir einn dag en leikið er í Búlgaríu.

Tvö bestu skorin hjá hverju liði töldu og er GR á 20 höggum yfir pari. Ásdís var best af íslensku kylfingunum þegar hún lék á 79 höggum eða 7 höggum yfir pari. Hún er jöfn í 25. sæti í einstaklingskeppninni. 

Nína Margrét lék fyrsta hringinn á 85 höggum eða 13 höggum yfir pari og er jöfn í 37. sæti. Skor Lovísu taldi ekki en hún lék á 96 höggum og er í 46. sæti.

Alls taka 47 kylfingar þátt frá 16 klúbbum í mótinu. Hamburger golfklúbburinn er í efsta sæti á 6 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)