Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Guðmundur Ágúst á tveimur höggum yfir pari
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Fimmtudagur 16. maí 2019 kl. 15:00

Guðmundur Ágúst á tveimur höggum yfir pari

Eins og greint var frá fyrr í dag taka tveir íslenskir kylfingar þátt í TanumStrand Fjallbacka Open mótinu á Nordic Golf mótaröðinni, þeir Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Andri lauk við fyrsta hringinn fyrr í dag og má lesa nánar um hringinn hjá honum hér.

Guðmundur Ágúst hefur nú einnig lokið við fyrsta hringinn og kom í hús á 73 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Á hringnum fékk hann tvo fugla, fjóra skolla og restin pör og er eins og staðan er núna jafn í 85. sæti. 

Efstu 45 kylfingarnir komast í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi og þarf Guðmundur því að eiga betri dag á morgun ætli hann sér að komast áfram.

Hér má sjá stöðuna í mótinu.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is