Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Guðmundur Ágúst byrjaði ekki vel á Evrópumótaröðinni
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Fimmtudagur 23. maí 2019 kl. 16:00

Guðmundur Ágúst byrjaði ekki vel á Evrópumótaröðinni

Guðmundur Ágúst Kristjánsson hóf í dag leik á Made in Denmark mótinu sem er hluti af Evrópumótaröð karla. Þetta er annað mótið á Evrópumótaröðinni sem Guðmundur tekur þátt í en hann vann sér inn þátttökurétt með góðum árangri á Nordic Golf mótaröðinni.

Fyrsti hringurinn gekk ekki nógu vel hjá Guðmundi en hann lék á 78 höggum eða 7 höggum yfir pari. Á fyrri 9 holunum fékk Guðmundur þrjá skolla og 6 pör og á seinni 9 holunum bættust við 5 skollar ásamt einum fugli. 

Eins og staðan er núna er Guðmundur á meðal neðstu keppenda og þarf hann að snúa blaðinu rækilega við á morgun til að eiga möguleika á að komast áfram.

Hér má sjá stöðuna í mótinu.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)