Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Guðmundur Ágúst komst ekki áfram
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Föstudagur 24. maí 2019 kl. 10:57

Guðmundur Ágúst komst ekki áfram

Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur nú lokið leik á Made in Denmark mótinu á Evrópumótaröð karla. Guðmundur komst ekki í gegnum niðurskurðinn að loknum tveimur hringjum en hann lék hringina tvo á samtals 10 höggum yfir pari.

Fyrri hringinn lék Guðmundur á 7 höggum yfir pari en hann bætti sig þónokkuð í dag og kom í hús á þremur höggum yfir pari. Á hringnum fékk hann tvo fugla, fimm skolla og restin pör. Það dugði þó skammt því niðurskurðurinn miðast eins og staðan er núna við þá sem eru á parinu eða betur og er Guðmundur því úr leik.

Þetta var annað mótið á Evrópumótaröð karla sem Guðmundur tekur þátt í en hann tryggði sér þátttökurétt með góðum árangri á Nordic Golf mótaröðinni.

Hér má sjá stöðuna í mótinu.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)