Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Guðmundur Ágúst með á Evrópumótaröðinni
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Sunnudagur 12. maí 2019 kl. 21:00

Guðmundur Ágúst með á Evrópumótaröðinni

Evrópumótaröðin fer til Bandaríkjanna í næstu viku þegar annað risamót ársins hefst, PGA meistaramótið. Þrátt fyrir að mótið sé í Bandaríkjunum er það eitt af mótum ársins á Evrópumótaröðinni.

Vikuna eftir snýr mótaröðin aftur til Evrópu, nánar tiltekið til Danmerkur. Þá hefst Made in Denmark mótið og verður einn Íslendingur á meðal þátttakenda, Guðmundur Ágúst Kristjánsson.

Guðmundur Ágúst komst inn út af góðri stöðu á danska hluta stigalista Nordic Golf mótaraðarinnar. Þar er hann í öðru sæti en á heildar stigalista mótaraðarinnar er hann í þriðja sæti.

Þetta er ekki fyrsta mót á vegum Evrópumótaraðarinnar sem Guðmundur tekur þátt í en áður hefur hann leikið á Nordea Masters mótinu í Svíþjóð.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)