Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Guðmundur Ágúst og félagar hefja leik á morgun
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Laugardagur 16. febrúar 2019 kl. 20:00

Guðmundur Ágúst og félagar hefja leik á morgun

Þeir Andri Þór Björnsson, Axel Bóasson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús hefja leik á morgun á PGA Catalunya Resort Championship mótinu en það er hluti af Nordic Golf mótaröðinni.

Eins og fram hefur komið fagnaði Guðmundur Ágúst sínum fyrsta sigri á mótaröðinni í vikunni þegar að hann stóð uppi sem sigurvegari á Mediter Real Estate Masters. Hann hefur leikið gríðarlega vel undanfarið en hann endaði í öðru sæti á móti á Gecko mótaröðinni í byrjun febrúar áður en hann fagnaði sigri.

Það er Guðmundur Ágúst sem ríður á vaðið af fjórmenningnum. Hann byrjar á 10. teig klukkan 9:40 að staðartíma, sem er 8:40 að íslenskum tíma, og leikur hann á Tour vellinum. Andri byrjar einnig á 10. teig og leikur hann líka á Tour vellinum. Hann byrjar klukkan 10:10 að staðartíma. Haraldur Franklín leikur líkt og hinir tveir á Tour vellinum og byrjar hann á 10. teig klukkan 10:30. Axel rekur svo lestina og er hann eini sem leikur á Stadium vellinum. Hann byrjar klukkan 10:40.

Hægt verður að fylgjast með skori keppenda hérna.


Andri Þór Björnsson.


Axel Bóasson.


Haraldur Franklín Magnús.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)