Fréttir

Guðmundur Ágúst sigraði Einvígið á Nesinu
Guðmundur Ágúst sigraði Einvígið á Nesinu
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
mánudaginn 2. ágúst 2021 kl. 11:46

Guðmundur Ágúst sigraði Einvígið á Nesinu

9. Braut.

Guðmundur Ágúst fær fugl en Ragnhildur missir sinn fugl á grátlegan hátt. Guðmundur sigurvegari Einvígisins 2021.

8. braut.

Axel slær tvo bolta útaf og dettur úr leik. Ragnhildur og Guðmundur Ágúst standa ein eftir.

7. Braut.

Andri Þór dettur úr leik eftir útsláttarkeppni við Ragnhildi og Axel.

Högg Andra í útsláttarkeppninni.

6. Braut.

Haraldur Franklín Magnus fellur úr leik eftir útsláttarkeppni fjögurra kylfinga.

Högg Haraldar í útsláttarkeppninni.

5. Braut.

Björgvin Sigurbergsson missir stutt pútt fyrir pari og fellur úr leik.

Guðmundur Ágúst bjargaði pari úr erfiðri aðstöðu.

4. Braut.

Karlotta Einarsdóttir klúbbmeistari Nesklúbbsins féll úr leik.

3. Braut.

Þar sem 11 kylfingar hófu leik voru tveir sem féllu út á 3. braut. 3 kyflingar fóru í útsláttarkeppni eftir að hafa leikið brautina á 7 höggum. Björgvin Þorsteinsson og Bjarni Þór Lúðvíksson féllu úr leik. En Björgvin Sigurbergsson náði að bjarga sér.

2. braut.

Landsliðskonan Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir er fjærst holu eftir tvö högg á annari braut og fellur úr leik.

Héðan í frá er það skor á holu sem gildir.

1. Braut.

Keppendur eru farnir af stað. Birgir Leifur Hafþórsson var lengst frá holu eftir 3 högg á fyrstu braut og fellur úr leik.

Hið árlega góðgerðarmót Einvígið á Nesinu hefst klukkan 13 í dag. Kylfingur.is verður á staðnum og mun flytja fréttir af gangi mála. Að þessu sinni er það sjóðstýringafélgagið Stefnir sem er styrktaraðili mótsins og mun afhenda Barna- og unglinga geðdeild landsspítalans eina milljón króna í lok mótsins.

Að venju er listi þátttakenda áhugaverður en hann má sjá hér að neðan.

Þátttakendur í Einvíginu á Nesinu 2021

Andri Þór Björnsson
Axel Bóasson
Birgir Leifur Hafþórsson
Bjarni Þór Lúðvíksson
Björgvin Sigurbergsson
Björgvin Þorsteinsson
Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Haraldur Franklín Magnús
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir
Karlotta Einarsdóttir
Ragnhildur Kristinsdóttir