Fréttir

Guðmundur efstur fyrir lokahringinn
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Miðvikudagur 13. febrúar 2019 kl. 15:38

Guðmundur efstur fyrir lokahringinn

Guðmundur Ágúst Kristjánsson er í efsta sæti fyrir lokahringinn á Mediter Real Estate Masters mótinu sem fer fram á Nordic Golf mótaröðinni í Barselóna. Leikið er á Tour og Stadium völlunum á PGA Catalunya svæðinu.

Guðmundur er á 8 höggum undir pari eftir tvo hringi en hann byrjaði mótið með flugeldasýningu þar sem hann var á 8 höggum undir pari á fyrsta hring. Í dag lék hann svo á parinu og er með högg í forskot á Jarand Ekeland Arnoy fyrir lokahringinn.

Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson komust einnig í gegnum niðurskurðinn í mótinu en Haraldur er á höggi undir pari og Andri á höggi yfir pari.

Axel Bóasson komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi í röð á tveimur höggum yfir pari.

Skor íslensku kylfinganna:

1. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, -8
22. Haraldur Franklín Magnús, -1
39. Andri Þór Björnsson, +1
55. Axel Bóasson, +4

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu. Lokahringur mótsins fer fram á morgun.

Ísak Jasonarson
[email protected]