Fréttir

Guðmundur fór upp um 247 sæti á heimslista karla
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 17. júní 2019 kl. 11:24

Guðmundur fór upp um 247 sæti á heimslista karla

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, fór í dag upp um 247 sæti á heimslista karla í golfi eftir sigurinn á PGA Championship mótinu á Nordic Golf mótaröðinni um helgina.

Guðmundur Ágúst, sem var í 996. sæti heimslistans í síðustu viku, er nú kominn upp í 749. sæti og er nú rúmum 400 sætum ofar en næsti Íslendingur á listanum.

Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem Guðmundur stendur uppi sem sigurvegari á Nordic Golf mótaröðinni og hefur hann nú farið upp um 907 sæti það sem af er ári.

Staða íslensku atvinnukylfinganna á heimslista karla í golfi:

749. sæti: Guðmundur Ágúst Kristjánsson
1286. sæti: Birgir Leifur Hafþórsson
1383. sæti: Haraldur Franklín Magnús
1597. sæti: Axel Bóasson
2066. sæti: Andri Þór Björnsson
2066. sæti: Ólafur Björn Loftsson
2066. sæti: Þórður Rafn Gissurarson

Hér er hægt að sjá stöðuna á heimslista karla í golfi.