Fréttir

Guðmundur: Mikil vinna síðustu ára að skila sér
Haraldur Franklín Magnús, Rúnar Arnórsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Arnar Snær Hákonarson. Mynd: seth@golf.is
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 12. ágúst 2019 kl. 10:27

Guðmundur: Mikil vinna síðustu ára að skila sér

Guðmundur Ágúst Kristjánsson varð í gær Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta skipti í karlaflokki. Guðmundur lék hringina fjóra í mótinu á 9 höggum undir pari og varð að lokum fimm höggum á undan þremur kylfingum.

Tímabilið hjá Guðmundi hefur verið ansi magnað en fyrir utan sigurinn um helgina hefur hann sigrað á þremur mótum á Nordic Golf mótaröðinni og er kominn með þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni, næst sterkustu mótaröð Evrópu.

Guðmundur segist ekki hafa gert mikið öðruvísi fyrir þetta tímabil en fyrri tímabil en nú sé hann einfaldlega að uppskera eftir mikla vinna undanfarin ár.

Viðtal við Guðmund sem blaðamenn Kylfings tóku má sjá hér fyrir neðan: