Fréttir

Guðmundur sigraði og tryggði sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 12. júlí 2019 kl. 12:39

Guðmundur sigraði og tryggði sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni

Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur vann magnaðan sigur á Svea Leasing mótinu á Nordic mótaröðinni. Hann lék lokhringinn á 5 undir pari og -16 í heildina. Frábær spilamennska hjá kappanum og frammistaða ársins með þrjá sigra tryggir honum fullan keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni á næsta ári.

Guðmundur hélt uppteknum hætti með spilamennskunni í dag, fékk 7 fugla og tvo skolla og endaði á 200 höggum, 66-67-67.

Aron Bergsson endaði í jafn í 25. sæti á -4 höggum en hann lék hringina þrjá á 76-67-69.

Icelandair Betra verð til Kanada 640
Icelandair Betra verð til Kanada 640