Fréttir

Guðmundur þénaði rúmlega 650 þúsund krónur
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 14. október 2019 kl. 08:00

Guðmundur þénaði rúmlega 650 þúsund krónur

Guðmudur Ágúst Kristjánsson náði um helgina sínum besta árangri á Áskorendamótaröðinni í golfi þegar hann endaði í 9. sæti á Irish Challenge mótinu.

Fyrir árangurinn þénaði Guðmundur 4.800 evrur eða rúmlega 650 þúsund krónur og tvöfaldaði þar með verðlaunafé sitt á mótaröðinni á þessu tímabili. 

Guðmundur fékk keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni í júlí og hefur nú þénað rúmlega 9.000 evrur í þeim sex mótum sem hann hefur tekið þátt í.

Næsta mót á Áskorendamótaröðinni er Hainan Open sem fer fram í Kína. Guðmundur hefur ekki skráð sig til leiks í það mót.

Árangur Guðmundar á Áskorendamótaröðinni:

D+D Real Slovakia Challenge, 51. sæti, 790 evrur
Euram Bank Open, 113. sæti, 0 evrur
KPMG Trophy, 53. sæti, 666 evrur
Opna Bretagne, 13. sæti, 3.000 evrur
Opna portúgalska, 137. sæti, 0 evrur
Irish Challenge, 9. sæti, 4.800 evrur