Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Guðrún áfram | Berglind úr leik
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 30. maí 2019 kl. 15:42

Guðrún áfram | Berglind úr leik

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, og Berglind Björnsdóttir, GR, léku í dag annan hringinn á Lavaux Ladies Open sem er hluti af LET Access mótaröðinni.

Guðrún Brá komst í gegnum niðurskurðinn með frábærum öðrum hring sem hún lék á 3 höggum undir pari. Guðrún Brá er samtals á höggi undir pari í mótinu og jöfn í 14. sæti þegar fréttin er skrifuð.

Berglind var samtals á 13 höggum yfir pari á hringjunum tveimur en til þess að komast áfram hefði hún þurft að leika á 4 höggum yfir pari.

Lokahringur mótsins fer fram á morgun, föstudag.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)