Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Guðrún Brá endaði í 17. sæti eftir slæman lokahring
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Laugardagur 10. nóvember 2018 kl. 15:01

Guðrún Brá endaði í 17. sæti eftir slæman lokahring

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir endaði í 17. sæti á lokamóti tímabilsins á LET Access mótaröðinni sem fór fram dagana 8.-10. nóvember á Spáni.

Guðrún Brá var íorystu fyrir lokahringinn en náði sér ekki á strik og kom inn á 6 höggum yfir pari. Guðrún fékk skolla á 1. og 2. holu en svo tóku við 13 pör í röð áður en hún fékk tvöfaldan skolla á 16. og 17. holu.

Samtals lék Guðrún hringina þrjá á 4 höggum yfir pari og endaði í 17. sæti sem er jafnframt hennar besti árangur á tímabilinu.


Skorkort Guðrúnar í mótinu.

Julia Engström stóð uppi sem sigurvegari í mótinu eftir glæsilegan lokahring sem hún lék á 66 höggum. Engström fór upp um 23 sæti á lokahringnum.

Framundan hjá Guðrúnu Brá er lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröð kvenna sem fer fram dagana 16.-20. desember.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)