Fréttir

Guðrún Brá endaði í 29. sæti
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 25. september 2020 kl. 13:32

Guðrún Brá endaði í 29. sæti

Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK lauk í dag leik á Lavaux Ladies Open mótinu sem fór fram á LET Access mótaröðinni í Sviss. Guðrún lék lokahring mótsins á höggi undir pari og endaði í 29. sæti á 4 höggum yfir pari í heildina.

Í dag fór þriðji og síðasti keppnisdagur mótsins fram og lék Guðrún sitt besta golf þegar hún kom inn á höggi undir pari. Fyrsta hringinn hafði hún leikið á parinu en hún var á 5 höggum yfir pari í gær.


Skorkort Guðrúnar í mótinu.

Þetta er þriðja mót Guðrúnar á LET Access mótaröðinni í ár en um er að ræða næst sterkustu mótaröð Evrópu. Fyrir mótið var hún í í 16. sæti á stigalista mótaraðarinnar þar sem hún hafði endað í 14. sæti og 24. sæti í hinum tveimur mótunum.

Næsta mót á LET Access mótaröðinni fer fram 14.-16. október á Spáni.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.