Fréttir

Guðrún Brá hefur leik á lokamóti tímabilsins á morgun
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 25. nóvember 2020 kl. 21:54

Guðrún Brá hefur leik á lokamóti tímabilsins á morgun

Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur á morgun leik á Andalucía Costa Del Sol Open mótinu á Evrópumótaröð kvenna. Þetta er lokamót tímabilsins en þetta er fyrsta tímabilið sem Guðrún er með fullan þátttökurétt á mótaröðinni. Mótið er leikið á Real Club De Golf Guadalmina.

Ræst er í tveimur hollum af bæði fyrsta og 10. teig. Guðrún er í síðara hollinu á 10. teig og hefur hún því leik klukkan 12:50 að staðartíma. Með henni í holli eru þær Hayley Davis og Cloe Frankish.

Guðrún náði sínum besta árangri á Saudi Ladies Team International mótinu sem fram í síðustu viku. Hún endaði þar jöfn í 39. sæti á þremur höggum yfir pari.

Hægt verður að fylgjast með skori keppenda hérna.

Seinasta mót ársins byrjar á morgun. Ég spila á velli sem heitir Real Club De Guadalmina sem er á Marbella á Spáni. Ég á...

Posted by Gudrun Bra Bjorgvinsdottir on Wednesday, November 25, 2020