Fréttir

Guðrún Brá heldur áfram að færast ofar í töflunni
Guðrún Brá heldur áfram að klifra upp töfluna á lokamóti Evrópumótaraðarinnar.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
laugardaginn 27. nóvember 2021 kl. 17:07

Guðrún Brá heldur áfram að færast ofar í töflunni

Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék vel á þriðja hring lokamóts Evrópumótaraðar kvenna á Spáni.

Eftir 79 högg á fyrsta hring var Guðrún í 68. sæti mótsins. Hún hækkaði sig um 20 sæti með frábærri spilamennsku í gær þegar hún lék á 70 höggum og aftur hækkaði hún sig um átta sæti þegar hún lék á 72 höggum í dag. Hún er því í 40. sæti mótsins fyrir lokahringinn.

Skorkort Guðrúnar:

Heimastúlkan Carlota Ziganda hefur þriggja högga forskot fyrir lokahringinn. Ziganda er samtals á 10 höggum undir pari eftir hringina þrjá. Atthaya Thitikul sigurvegari stigalistans er í öðru sæti á 7 höggum undir pari. 

Maja Stark frá Svíþjóð og Ursula Wikstrom frá Finnlandi eru jafnar í þriðja sætinu á 5 höggum undir pari.

Staðan í mótinu