Fréttir

Guðrún Brá í efsta sæti á Spáni
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Föstudagur 9. nóvember 2018 kl. 14:49

Guðrún Brá í efsta sæti á Spáni

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, er í efsta sæti á lokamóti LET Access mótaraðarinnar þegar flestir kylfingar hafa lokið leik á öðrum hring mótsins. Guðrún er samtals á 2 höggum undir pari í mótinu en leikið er í Barselóna.

Guðrún lék fyrri hringinn á tveimur höggumu undir pari og þann seinni á parinu í dag. Á hring dagsins fékk Guðrún alls fjóra fugla og fjóra skolla en skorkortið má sjá hér fyrir neðan.


Skorkort Guðrúnar.

Líkt og áður hefur komið fram er Guðrún Brá í frábærri stöðu í mótinu en hún er þessa stundina jöfn í efsta sæti af 84 keppendum. Emma Nilsson, sem er í forystu á stigalista mótaraðarinnar, og Anais Meyssonnier eru jafnar Guðrúnu í efsta sætinu.+

LET Access mótaröðin er sú næst sterkasta í Evrópu á eftir Evrópumótaröðinni en Guðrún Brá hefur leikið á þessari mótaröð í ár og er í 71. sæti á stigalistanum.

Á laugardaginn fer lokahringur mótsins fram. Hér er hægt að sjá stöðuna.

Ísak Jasonarson
[email protected]