Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Guðrún Brá mætir til leiks á LET Access á morgun
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 13. ágúst 2019 kl. 20:10

Guðrún Brá mætir til leiks á LET Access á morgun

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari í golfi, mætir til leiks að nýju á LET Access mótaröðinni á morgun. Mótið sem um ræðir er Bossey Ladies Championship og fer mótið fram í Frakklandi.

Rástímar hafa verið birtir fyrir fyrstu tvo hringi mótsins en á morgun hefur Guðrún Brá leik klukkan 12:30 að staðartíma, sem er 10:30 að íslenskum tíma. Með henni í holli eru þær Alexandra Bonetti og Aurora Colombo. Þær hefja leik á fyrstu holu. Á fimmtudaginn hefja þær svo leik klukkan 8:00 að staðartíma af 10. teig.

Á árinu hefur Guðrún náð ágætum árangri á mótaröðinni, sem er næst sterkasta mótaröðin í Evrópu á eftir Evrópumótaröð kvenna. Hún er sem stendur í 43. sæti stigalistans.

Hægt verður að fylgjast með gangi mála hérna.