Fréttir

Guðrún Brá náði sér ekki á strik á fyrsta hring í Hollandi
Guðrún Brá Björgvinsdóttir á Amundi German Masters fyrr í mánuðinum. Ljósmynd: Tristan Jones/LET
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
fimmtudaginn 14. júlí 2022 kl. 21:42

Guðrún Brá náði sér ekki á strik á fyrsta hring í Hollandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK hóf leik á Big Green Egg Open í Hollandi í dag en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Guðrún Brá náði sér ekki alveg á strik á fyrsta hring en hún kom í hús á 78 höggum eða á 6 höggum yfir pari Rosendaelsche vallarins. Guðrún var á 1 höggi yfir pari eftir 15 holur en tapaði 5 höggum á síðustu þremur holunum.

Guðrún Brá á rástíma á öðrum hring klukkan hálfellefu í fyrramálið á íslenskum tíma.

Það eru þær Sarah Schober frá Austurríki og Liz Young frá Englandi sem leiða eftir fyrsta hring á 5 höggum undir pari, einu höggi betur en Whitney Hillier frá Ástralíu og hin indverska Diksha Dagar.

Staðan á mótinu