Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Guðrún Brá og Berglind leika næst í Sviss
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Mánudagur 18. júní 2018 kl. 20:02

Guðrún Brá og Berglind leika næst í Sviss

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Berglind Björnsdóttir eru mættar til Sviss þar sem mót vikunnar á LET Access mótaröðinni fer fram. Mótið ber heitið Lavaux Ladies Championship og eru flestir af bestu kylfingum mótaraðarinnar meðal keppenda.

Guðrún Brá og Berglind hafa báðar leikið á LET Access mótaröðinni á þessu tímabili og hefur Guðrún náð betri árangri en hún er í 84. sæti á stigalistanum eftir fjögur mót. Hennar besti árangur kom á Viaplay Ladies Finnish Open þar sem hún endaði í 25. sæti.

Lavaux Ladies Championship hefst þann 20. júní og lýkur 22. júní. Alls eru leiknir þrír hringir í mótinu og er skorið niður eftir tvo daga.

Hér verður hægt að fylgjast með skori keppenda í beinni.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)