Fréttir

Guðrún Brá um miðjan hóp á Bossey Ladies Championship
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 14. ágúst 2019 kl. 15:10

Guðrún Brá um miðjan hóp á Bossey Ladies Championship

Fyrsti hringur Bossey Ladies Championship mótsins fór fram í dag en Guðrún Brá Björgvinsdóttir er á meðal keppenda. Hún lék fyrsta hringinn á 75 höggum og er um miðjan hóp.

Guðrún byrjaði á fyrstu holu í dag og byrjaði daginn á fugli. Hún tapaði aftur á móti fimm höggum á holum fimm til sjö og var þá allt í einu komin á fjögur högg yfir par. Á síðari níu holunum fékk hún skolla á 11. holunni en náði að vinna það högg til baka með fugli á 13. Þar við sat og endaði hún hringinn á fjórum höggum yfir pari.

Eins og staðan er núna er Guðrún jöfn í 45. sæti en töluvert af kylfingum eiga enn eftir að ljúka leik og getur því staðan breyst eitthvað.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.