Fréttir

Guðrún endaði í 24. sæti í Tékklandi
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 18. september 2020 kl. 16:45

Guðrún endaði í 24. sæti í Tékklandi

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK endaði í dag í 24. sæti á Amundi Czech Ladies Challenge mótinu sem fór fram dagana 16.-18. september í Tékklandi. Mótið var hluti af LET Access mótaröðinni í golfi, þeirri næst sterkustu í Evrópu.

Guðrún Brá lék hringina þrjá í mótinu samtals á 7 höggum yfir pari en hún lék best á fyrsta keppnisdegi þegar hún kom inn á 71 höggi (-1). Fyrir árangurinn fékk Guðrún 685 evrur.


Skorkort Guðrúnar í mótinu.

Finnski kylfingurinn Tiia Koivisto fagnaði sigri á mótinu en hún spilaði samtals á 9 höggum undir pari, tveimur höggum betur en Cara Gainer sem endaði önnur.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Næsta mót á LET Access mótaröðinni er Lavaux Ladies Open mótið sem fer fram í Sviss dagana 23.-25. september. Guðrún Brá er skráð til leiks í mótið.