Örninn 2021 #2
Örninn 2021 #2

Fréttir

Guðrún gaf eftir á þriðja degi Jabra Ladies Open
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 5. júní 2021 kl. 22:46

Guðrún gaf eftir á þriðja degi Jabra Ladies Open

Lokadagur Jabra Ladies Open mótsins reyndist Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur erfiður en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Tveir slæmir kaflar reyndust dýrkeyptir.

Í tvö skipti á hringnum í dag kom þriggja holu kafli þar sem Guðrún fékk tvo skolla og einn skramba. Á móti náði hún aðeins í einn fugl og endaði því daginn á 78 höggum, eða sjö höggum yfir pari.

kylfingur.is
kylfingur.is

Guðrún endaði mótið jöfn í 59. sæti á samtals 12 höggum yfir pari. Á fimmtudaginn hefst Scandinavian Mixed mótið og er Guðrún skráð til leiks. Hún er aftur á móti sem stendur í fimmta sæti á biðlista. Það mun því koma í ljós í vikunni hvort hún komist inn í mótið eða ekki.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Örninn járn 21
Örninn járn 21