Örninn #galvin 2
Örninn #galvin 2

Fréttir

Guðrún og Ólafía keppa í Sviss
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 9. september 2020 kl. 10:00

Guðrún og Ólafía keppa í Sviss

Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR eru skráðar til leiks á Swiss Ladies Open mótinu sem fer fram 10.-12. september á Evrópumótaröð kvenna í golfi.

Guðrún Brá hefur tekið þátt í fimm mótum á tímabilinu á Evrópumótaröð kvenna og þá hefur hún einnig spilað á LET Access mótaröðinni. Besti árangur hennar á Evrópumótaröðinni kom á Tipsport mótinu sem fór fram í Tékklandi þar sem hún endaði í 57. sæti.

Ólafía Þórunn hefur hins vegar einungis keppt í einu móti á tímabilinu en það var einnig í Tékklandi. Þar endaði hún í 20. sæti.

Hér verður hægt að fylgjast með skori keppenda í Sviss.


Guðrún Brá Björgvinsdóttir.