Fréttir

Guðrún og Valdís báðar með í fyrsta móti ársins
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 17. febrúar 2020 kl. 23:00

Guðrún og Valdís báðar með í fyrsta móti ársins

Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK og Valdís Þóra Jónsdóttir GL eru skráðar til leiks á Ladies Classic Bonville mótið sem fer fram í Ástralíu dagana 20.-23. febrúar næstkomandi á Evrópumótaröð kvenna.

Um er að ræða fyrsta mót Guðrúnar á mótaröðinni eftir að hún tryggði sér þátttökurétt í janúar en Valdís Þóra hefur leikið á mótaröðinni undanfarin ár.

Valdís náði einmitt sínum besta árangri á mótaröðinni á þessu móti árið 2018 en þá endaði hún í þriðja sæti. Í fyrra var hún einnig á meðal keppenda en komst þá ekki í gegnum niðurskurðinn að tveimur hringjum loknum.

Marianne Skarpnord sigraði á Ladies Classic Bonville í fyrra á 8 höggum undir pari. Hún er skráð til leiks í ár ásamt kylfingum á borð við Anne Van Dam, Meghan MacLaren og Laura Davies.

Líkt og fyrr hefur komið fram hefst mótið á fimmtudaginn og lýkur á sunnudaginn. Eftir tvo hringi verður skorið niður í mótinu og komast þá um 60 manns áfram.

Hér er hægt að sjá keppendalista mótsins.


Valdís Þóra Jónsdóttir.