Fréttir

Guðrún um miðjan hóp eftir fyrsta hring
Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 20. febrúar 2020 kl. 08:00

Guðrún um miðjan hóp eftir fyrsta hring

Guðrún Brá Björgvinsdóttir hóf í nótt leik á sínu fyrsta móti á Evrópumótaröð kvenna eftir að hafa öðlast fullan þátttökurétt á mótaröðinni í janúar síðastliðnum. Mótið er Geoff King Motors Australian Ladies Classic og fer það fram í Ástralíu. Guðrún lék fyrsta hringinn á tveimur höggum yfir pari og er eins og staðan er núna jöfn í 74. sæti. 

Hringurinn hjá Guðrúnu hófst á 9. holu og fékk hún par á fyrstu holuna. Skolli fylgdi í kjölfarið á 10. holu en hún svaraði  með þremur fuglum á næstu 8 holum og var á tveimur höggum undir pari eftir 10 holur. Þá tók við erfiður kafli og fékk hún fjóra skolla á seinni 9 holunum (holum 1-9). Hún lauk því leik á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari.

Valdís Þóra Jónsdóttir er einnig á meðal keppenda og er hún jöfn í 127. sæti á 5 höggum yfir pari eftir fyrsta hring. Nánar má lesa um hringinn hennar hér.

Hér má sjá stöðuna í mótinu.