Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Hægt að horfa á einvígi Woods og Mickelson á Golfstöðinni
Fimmtudagur 15. nóvember 2018 kl. 16:03

Hægt að horfa á einvígi Woods og Mickelson á Golfstöðinni

Hægt verður að horfa á einvígi Phil Mickelson og Tiger Woods í Las Vegas á Golfstöðinni þann 23. nóvember. Níu milljónir dollara, jafnvirði 1,1 milljarðs króna, er í húfi fyrir þann sem spilar 18 holurnar á Shadow Greek Gold Course vellinum betur.

Sýn hf. hefur tryggt sér sýningarréttinn á beinni útsendingu á viðburðinum hér á landi. Sýnt verður frá viðureigninni, sem kallast The Match, frá klukkan 20:00 og til eitt eftir miðnætti.

Þá verður útsendingin einnig seld sem stakur viðburður í myndlyklum Vodafone og Símans.

Aðdáendum verður ekki hleypt inn á völlinn í Las Vegas heldur verður eina leiðin fyrir Bandaríkjamenn að horfa á einvígi þeirra í gegnum streymisveiturnar Turner’s B/R Live, AT&T’s DIRECTV and AT&T U-verse. Verðið á streyminu í Bandaríkjunum verður 19,99 dollarar eða tæplega 2.500 íslenskar krónur. 

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)