Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Hall vonast til að það verði kvenna Masters mót
Georgia Hall.
Miðvikudagur 20. mars 2019 kl. 20:00

Hall vonast til að það verði kvenna Masters mót

Enski kylfingurinn Georgia Hall vonast til þess að Augusta National golfvöllurinn muni í framtíðinni halda kvenna Masters mót.

Augusta National Women's Amateur mótið er nýtt á nálinni og verður lokahringur mótsins leikinn á sjálfum Augusta National vellinum. Það verður þá í fyrsta skipti sem konur keppa vellinum en það var ekki fyrr en árið 2012 að kvennmönnum var leyft að vera meðlimir að klúbbnum.

„Þetta er annað skref í átt að jafnræði. Masters gæti verið kvenna. Kannski getum við verið með mót með svipuðu sniði. Það væri frekar svalt að spila mótið á sama velli.“

Hall sagði einnig að hún væri svekkt að geta ekki leikið í áhugamannamótinu til að fá að leika Augusta National völlinn.

„Ég er frekar leið að geta ekki tekið þátt, þetta er frábært tækifæri.“

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)