Fréttir

Haotong Li í forystu í fyrsta skiptið á risamóti
Haotong Li. Mynd: GettyImages.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 8. ágúst 2020 kl. 08:57

Haotong Li í forystu í fyrsta skiptið á risamóti

Hinn 25 ára gamli Haotong Li frá Kína er með tveggja högga forystu þegar PGA meistaramótið er hálfnað. Um er að ræða fyrsta risamót ársins en leikið er á TPC Harding Park golfvellinum.

Li er á 8 höggum undir pari eftir tvo hringi, tveimur höggum á undan Brooks Koepka, Jason Day, Tommy Fleetwood, Justin Rose, Daniel Berger og Mike Lorenzo-Vera.

Þetta er í fyrsta skiptið sem Li leiðir í risamóti og er hann jafnframt fyrsti Kínverjinn sem leiðir í risamóti í karlaflokki.

Sigurvegari síðustu tveggja ára, Brooks Koepka, lék annan hringinn á tveimur höggum undir pari og hélt sér í toppbarátunni. Koepka þurfti oftar en einu sinni á aðstoð frá þjálfara sínum að halda á öðrum hringnum en mjöðmin var aðeins að stríða honum.

Tiger Woods komst í gegnum niðurskurðinn og er á parinu þegar mótið er hálfnað, 8 höggum á eftir Li.

Staða efstu manna eftir tvo hringi á PGA meistaramótinu:

1. Haotong Li, -8
2. Tommy Fleetwood, -6
2. Brooks Koepka, -6
2. Jason Day, -6
2. Justin Rose, -6
2. Daniel Berger, -6
2. Mike Lorenzo-Vera, -6