Fréttir

Haraldur Franklín á 2 höggum yfir pari á þriðja hring í Skotlandi
Haraldur Franklín Magnús
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
laugardaginn 28. maí 2022 kl. 11:40

Haraldur Franklín á 2 höggum yfir pari á þriðja hring í Skotlandi

Samtals á 3 höggum yfir pari

Haraldur Franklín Magnús úr GR lauk leik á þriðja hring á Farmfoods Scottish Challenge á Áskorendamótaröð Evrópu nú fyrir skömmu Haraldur Franklín kom í hús á 73 höggum eða á 2 höggum yfir pari á hringnum og er samtals á 3 höggum yfir pari fyrir lokahringinn á morgun. Hann situr í 61.-64. sæti.

Okkar maður byrjaði mjög vel á mótinu en hann var á 5 höggum undir pari eftir fyrsta hringinn og var í toppbaráttu. Kylfingar skoruðu almennt ekki jafn vel á öðrum hring en Haraldur Franklín var samt sem áður kominn samtals á 6 högg undir par eftir fyrri níu holurnar á öðrum hring og var enn við toppinn. Á 13. braut á öðrum hring seig á ógæfuhliðina og Haraldur fékk tvöfaldan skolla, hann fékk þá par á 14. braut en svo aftur tvöfaldan skolla á bæði 15. og 16. braut. Þannig var hann skyndilega aftur kominn á parið. Skolli á 18. braut gerði að verkum að Haraldur Franklín hóf leik á þriðja hring í dag á 1 höggi yfir pari. Sannarlega grátlegur endir á öðrum hringnum.

Haraldur fékk einn fugl og þrjá skolla á hringnum.

Skorkort Haralds Franklíns

Heimamaðurinn, Lee Craig og Englendingurinn, Nathan Kimsey leiða mótið á 7 höggum undir pari en þeir hafa enn ekki verið ræstir út á þriðja hringinn.

Staðan á mótinu