Fréttir

Haraldur Franklín missti flugið á seinni níu
Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
föstudaginn 27. maí 2022 kl. 18:10

Haraldur Franklín missti flugið á seinni níu

Kemst trúlega í gegnum niðurskurðinn - Guðmundur Ágúst úr leik

Haraldur Franklín Magnús úr GR, sem hefur verið í toppbaráttunni frá fyrsta hring Farmfoods Scottish Challenge, missti flugið á seinni níu holunum í dag.

Haraldur Franklín var á 5 höggum undir pari eftir fyrsta hringinn og samtals á 6 höggum undir pari eftir fyrri níu holurnar í dag en hann fékk þrjá tvöfalda skolla á 13.-16. holu og skolla á 18. holu. Hann lauk leik í dag á 6 höggum yfir pari og er því samtals á 1 höggi yfir pari í 57.-70. sæti. Hann er akkúrat á niðurskurðarlínunni og kemst vonandi áfram á lokahringinn.

Heimamaðurinn Lee Craig læddi sér upp að hlið Englendingsins, Nathan Kimsey í dag en þeir leiða mótið á 7 höggum undir pari.

Staðan á mótinu

Skorkort Haralds Franklíns

Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GKG, sem lék á 1 höggi yfir pari á fyrsta hring, lék á 4 höggum yfir pari í dag og lauk leik á samtals 5 höggum yfir pari á hringjunum tveimur.

Kylfingur fylgist að sjálfsögðu áfram vel með gangi mála í Skotlandi.