Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Haraldur í góðum málum | Ólafur bætti sig um fimm högg
Haraldur Franklín Magnús. Mynd: seth@golf.is
Miðvikudagur 19. september 2018 kl. 19:26

Haraldur í góðum málum | Ólafur bætti sig um fimm högg

Atvinnukylfingarnir Haraldur Franklín Magnús og Ólafur Björn Loftsson eru nú búnir með tvo af fjórum hringjum í 1. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð karla sem fram fer í Austurríki. Íslensku kylfingarnir eru báðir í ágætum málum eftir hringina tvo en þurfa að leika vel næstu tvo daga til þess að komast á næsta stig.

Haraldur Franklín er samtals á 5 höggum undir pari eftir tvo hringi og er jafn í 18. sæti. Haraldur hefur leikið hringina tvo á 69 og 70 höggum og er að spila jafnt og stöðugt golf hingað til.

Ólafur Björn byrjaði mótið ekki vel og var á þremur höggum yfir pari á fyrsta hring. Hann bætti sig hins vegar um fimm högg á milli hringja og kom inn á 70 höggum í dag og vann sig upp um 14 sæti. Ólafur situr nú í 60. sæti.

Alls komast um 25 kylfingar áfram eftir fjóra hringi og halda þá áfram á 2. stig úrtökumótanna. Alls eru þrjú stig og ná 25 kylfingar að tryggja sér þátttökurétt að þeim loknum.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)