Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Haraldur kominn áfram í 2. stig úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröðina
Haraldur Franklín Magnús.
Föstudagur 21. september 2018 kl. 13:21

Haraldur kominn áfram í 2. stig úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröðina

Haraldur Franklín Magnús og Ólafur Björn Loftsson léku í dag lokahringinn á 1. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð karla sem fram fór í Austurríki 18.-21. september.

Báðir léku þeir lokahringinn á höggi undir pari sem dugði Haraldi til að komast áfram en Ólafur varð að lokum fjórum höggum frá öruggu sæti inn á 2. stigið.

Haraldur lék hringina fjóra samtals á 9 höggum undir pari og varð jafn í 20. sæti af þeim 116 kylfingum sem tóku þátt. Alls komust 23 kylfingar áfram og var Haraldur jafn í 20.-23. sæti.

Ólafur Björn lék samtals á 5 höggum undir pari sem var ekki nóg í þetta skiptið en skor keppenda var gríðarlega gott í mótinu.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Alls leika fimm íslenskir kylfingar í 1. stigs úrtökumótum fyrir Evrópumótaröð karla í ár:

Haraldur Franklín Magnús, 18.-21. september.
Ólafur Björn Loftsson, 18.-21. september.
Andri Þór Björnsson, 25.-28. september.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, 25.-28. september.
Axel Bóasson, 9.-12. október.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)