Örninn 21 járn
Örninn 21 járn

Fréttir

Haraldur komst ekki áfram
Haraldur Franklín Magnús.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 30. apríl 2021 kl. 19:21

Haraldur komst ekki áfram

Haraldur Franklín Magnús er úr leik á Opna Bain's Whisky Cape Town mótinu í Suður-Afríku eftir tvo hringi. Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni í golfi og er annað mót tímabilsins.

Haraldur, sem hóf leik á 1. teig í morgun, fékk tvo skolla á fyrri níu og var á tveimur höggum yfir pari þegar hringurinn var hálfnaður. Á seinni níu fékk Haraldur þó tvo fugla á fyrstu fjórum holunum og var á tímabili alveg við niðurskurðarlínuna en bætti við sig tveimur skollum á lokaholunum og er því úr leik í þetta skiptið.

Sólning
Sólning


Skorkort Haralds.

Skorið var niður í mótinu eftir tvo hringi og komust þeir kylfingar áfram sem léku á pari eða betra skori. Haraldur var á þremur höggum yfir pari og komst ekki í gegnum niðurskurðinn annað mótið í röð.

Heimamaðurinn Jacques Blaauw er í forystu á 9 höggum undir pari ásamt Frakkanum Jeong Weon Ko.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Örninn járn 21
Örninn járn 21