Fréttir

Haraldur komst ekki áfram þrátt fyrir góðan hring
Haraldur Franklín Magnús.
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
miðvikudaginn 16. júní 2021 kl. 22:39

Haraldur komst ekki áfram þrátt fyrir góðan hring

Haraldur Franklín Magnús, GR, komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Open de España sem fram fer á Áskorendamótaröðinni. Hann lék á 69 höggum í dag en hann endaði á að vera fjórum höggum frá því að komast áfram.

Róður var þungur fyrir Harald eftir að hafa leikið á 75 höggum í gær, eða þremur höggum yfir pari. Hann sýndi þó fína takta á hringnum í dag þar sem hann fékk fimm fugla, tvo skolla og restina pör. Hann var því á samtals parinu eftir hringina tvo og varð hann jafn í 94. sæti.

 

Harladur heldur næst til Frakklands þar sem hann mun keppa á Open de Bretagne mótinu sem fram fer á Golf Bluegreen de Pléneuf Val André, Pleneuf. Það mót er einnig hluti af Áskorendamótaröð Evrópu og verður Guðmundur Ágúst Kristjánsson einnig á meðal keppenda.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.