Fréttir

Haraldur lék lokahringinn á pari
Haraldur Franklín Magnús.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 4. október 2020 kl. 18:26

Haraldur lék lokahringinn á pari

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, lék á 72 höggum á lokadegi Italian Challenge Open mótsins sem kláraðist í dag. Vegna veðurs fyrr í mótinu varð að fækka hringjunum úr fjórum í þrjá.

Fyrir daginn var Haraldur á þremur höggum undir pari og jafn í 45. sæti. Á hringnum í dag fékk hann þrjá fugla en á móti fékk hann þrjá skolla. Hann lék því á 72 höggum, eða pari vallar. Haraldur endaði því mótið á þremur höggum undir pari og varð hann jafn í 57. sæti.

Það var Þjóðverjinn Hurly Long sem fagnaði sigri eftir bráðabana við þá Marcel Schneider og Matt Ford. Þeir enduðu allir á samtals 13 höggum undir pari.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.