Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Harrington ætlar að fara sínar eigin leiðir sem fyrirliði Evrópu
Padraig Harrington
Laugardagur 12. janúar 2019 kl. 19:00

Harrington ætlar að fara sínar eigin leiðir sem fyrirliði Evrópu

Padraig Harrington var í síðustu viku útnefndur fyrirliði Evrópu fyrir Ryder bikarinn á næsta ári, sem mun fara fram á Whistling Straits vellinum í Bandaríkjunum. 

Aðeins fjórum mömmum hefur tekist að leiða Evrópu til sigurs þegar leikið er í Bandaríkjunum en Harrington er fullur sjálfstrausts. „Þegar mér er færð staða og ég hef verk að vinna, þá mun ég klára verkið. Það veldur mér ekki vandræðum. Ég mun velja mennina sem gera liðið betra. Á keppnisdögunum mun ég gera það sem er rétt fyrir liðið. Ég á ekki í nokkrum einustu vandræðum með að taka erfiðar ákvarðanir.“

Harrington er einnig fullviss um að Rory McIlroy muni vera með í liðinu en eftir að McIlroy tilkynnti um skerta þátttöku sína á Evrópumótaröðinni komu upp spurningar um gjaldgengi hans í Ryder bikarnum.

„Ég hef séð hann [McIlroy] á Ryder bikarnum. Hann elskar það. Hann elskar aðdáunina sem hann fær frá áhorfendunum og virðinguna sem honum er sýnd í búningsklefanum.“

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)