Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Háskólagolfið: Bjarki og Gísli bestir í sínu liði
Gísli Sveinbergsson.
Laugardagur 22. september 2018 kl. 10:46

Háskólagolfið: Bjarki og Gísli bestir í sínu liði

Landsliðsmennirnir Bjarki Pétursson, Egill Gunnarsson og Gísli Sveinbergsson eru á meðal keppenda á Maui Jim Intercollegiate mótinu sem er hluti af bandaríska háskólagolfinu. Mótið hófst á föstudaginn og lýkur á sunnudaginn en alls eru leiknir þrír hringir í mótinu.

Gísli og Bjarki, sem leika báðir fyrir Kent State háskólann, fóru best af stað í sínu liði. Gísli er í 15. sæti í einstaklingskeppninni eftir flottan hring sem hann lék á 3 höggum undir pari. Gísli gerði engin mistök, fékk þrjá fugla og tapaði ekki höggi.

Bjarki lék á pari vallarins eftir tvo skolla og tvo fugla. Bjarki situr í 36. sæti í einstaklingskeppninni.

Lið strákanna fór ekki jafn vel af stað og er í 13. sæti af 14 liðum þrátt fyrir að vera á parinu í heildina. Nokkur af bestu liðum Bandaríkjanna eru með í mótinu og er LSU skólinn í forystu á 17 höggum undir pari eftir fyrsta hring.

Egill lék fyrsta hringinn á 3 höggum yfir pari og er jafn í 65. sæti í einstaklingskeppninni. Egill lék þó mjög vel fyrir utan þriggja holu kafla þar sem hann fékk þrefaldan skolla og tvöfaldan skolla. Lið Egils, Georgia State, er í 7. sæti á 5 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.


Bjarki Pétursson.


Egill Gunnarsson.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)