Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Háskólagolfið: Bjarki og Gísli enduðu báðir í topp-20
Gísli Sveinbergsson.
Mánudagur 24. september 2018 kl. 13:00

Háskólagolfið: Bjarki og Gísli enduðu báðir í topp-20

Bjarki Pétursson, Egill Gunnarsson og Gísli Sveinbergsson voru á meðal keppenda á Maui Jim Intercollegiate mótinu sem fór fram dagana 21.-23. september. Mótið var hluti af bandaríska háskólagolfinu.

Bjarki og Gísli, sem leika fyrir Kent State háskólanum, enduðu báðir í topp-20 í einstaklingskeppninni eftir flotta spilamennsku. Gísli lék samtals á 6 höggum undir pari endaði í 16. sæti. Bjarki lék samtals á 4 höggum undir pari og endaði í 20. sæti.

Egill, sem leikur fyrir Georgia State skólann, lék vel fyrstu tvo hringi mótsins en lék lokahringinn á 7 höggum yfir pari og endaði jafn í 63. sæti.

Skóli Gísla og Bjarka endaði í 8. sæti í liðakeppninni á 9 höggum undir pari. Skóli Egils endaði í 13. sæti.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.


Bjarki Pétursson.


Egill Gunnarsson.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)