Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Háskólagolfið: Bjarki og Gísli enduðu um miðjan hóp
Gísli Sveinbergsson.
Sunnudagur 21. apríl 2019 kl. 08:00

Háskólagolfið: Bjarki og Gísli enduðu um miðjan hóp

Landsliðskylfingarnir Bjarki Pétursson, GKB, og Gísli Sveinbergsson, GK, luku í gær leik á Robert Kepler Intercollegiate mótinu sem er hluti af bandaríska háskólagolfinu.

Tveir hringir áttu að fara fram á fyrsta keppnisdegi en vegna veðurs var öðrum hringnum frestað. Á seinni deginum fór svo annar hringurinn fram en hætt var við þriðja hringinn.

Gísli bætti sig um þrjú högg milli hringja og endaði mótið á 7 höggum yfir pari í 30. sæti í einstaklingskeppninni. Gísli var á besta skorinu í Kent State skólanum.

Bjarki var á næst besta skorinu í liðinu á 8 höggum yfir pari og varð í 33. sæti í mótinu.

Lið þeirra endaði í 11. sæti í liðakeppninni. Næsta mót hjá þeim félögum fer fram dagana 26.-28. apríl.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is