Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Háskólagolfið: Björn Óskar á fjórum höggum yfir pari eftir tvo hringi
Björn Óskar Guðjónsson
Sunnudagur 16. september 2018 kl. 11:26

Háskólagolfið: Björn Óskar á fjórum höggum yfir pari eftir tvo hringi

Björn Óskar Guðjónsson, sem leikur fyrir Louisiana Lafayette háskólann, er á fjórum höggum yfir pari eftir tvo hringi á Louisville Cardinal Challenga mótinu. Mótið er hluti af háskólagolfinu í Bandaríkjunum og er leikið á háskólavelli Louisville.

Fyrsta hringinn lék Björn á 74 höggum eða þremur höggum yfir pari. Hann var kominn á eitt högg undir par eftir níu holur en á þeim síðari tapaði hann fjórum höggum.

Annar hringurinn fór fram í gær og bætti hann sig þá um tvö högg. Á hringnum fékk hann þrjá fugla, fjóra skolla og restina pör. Hann er því á samtals fjórum höggum yfir pari og er hann jafn í 64. sæti. Lokahringurinn fer fram í dag og hefur hann leik klukkan 8:24 að staðartíma sem er  12:24 að íslenskum tíma.

Lið Björns Óskars er jafnt í 10. sæti á fjórum höggum yfir pari af 16 liðum sem taka þátt. Það er Duke háskólinn sem er í efsta sæti á samtals 34 höggum undir pari.

Skor keppenda verður uppfært reglulega og má fylgjast með því hérna.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)