Fréttir

Háskólagolfið: Björn Óskar endaði í 32. sæti á Border Olympics
Björn Óskar Guðjónsson. Mynd: [email protected]
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 26. febrúar 2020 kl. 22:51

Háskólagolfið: Björn Óskar endaði í 32. sæti á Border Olympics

Björn Óskar Guðjónsson GM og liðsfélagar hans í Louisiana Lafayette spiluðu dagana 24.-25. febrúar á Border Olympics mótinu sem fram fór í bandaríska háskólagolfinu.

Björn Óskar lék fínt golf í mótinu og endaði í 32. sæti í einstaklingskeppninni á 5 höggum yfir pari í heildina. Björn lék fyrsta og þriðja hringinn á 4 höggum yfir pari en spilaði besta golfið á öðrum hringnum þegar hann lék á 3 höggum undir pari.


Skorkort Björns á öðrum hringnum.

Lið Björns endaði í 11. sæti í liðakeppninni, ULM fagnaði sigri.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Næsta mót hjá Louisiana Lafayette fer fram dagana 16.-17. mars.