Fréttir

Háskólagolfið: Helga Kristín og félagar MAAC meistarar
Helga Kristín Einarsdóttir.
Mánudagur 23. apríl 2018 kl. 12:00

Háskólagolfið: Helga Kristín og félagar MAAC meistarar

Helga Kristín Einarsdóttir, úr Golfklúbbnum Keili, varð í gær MAAC meistari með liði sínu, University of Albany. Mótið, sem er hluti af bandaríska háskólagolfinu, fór fram í Flórída og var leikið á Disney's Magnolia golf vellinum.

Sjálf endaði Helga í 10. sæti í einstaklingskeppninni. Hún lék hringina þrjá á 76-81-80 höggum og var samtals á 21 höggi yfir pari.

Lið Helgu endaði á samtals 57 höggum yfir pari, 12 höggum á undan næsta liði. Það var liðsfélagi Helgu, Annie Lee, sem stóð uppi sem sigurvegari í einstaklingskeppninni á fjórum höggum yfir pari.

Lokastöðu mótsins má nálgast hérna.

Hér að neðan má sjá myndir sem Helga Kristín birti á Instagram síðu sinni eftir sigurinn.

 

Frábær helgi að baki sem endaði með sigri! 🏆💜💛

A post shared by Helga Kristín Einarsdóttir (@helgakristineinars) on