Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Háskólagolfið: Hlynur í 16. sæti fyrir lokahringinn
Hlynur Bergsson.
Mánudagur 8. október 2018 kl. 14:00

Háskólagolfið: Hlynur í 16. sæti fyrir lokahringinn

Hlynur Bergsson, GKG, og liðsfélagar hans í University of North Texas eru í 2. sæti fyrir lokahringinn á Maridoe Intercollegiate mótinu sem fram fer á Mardioe golfvellinum í Texas.

Hlynur er sjálfur meðal efstu manna í mótinu á 8 höggum yfir pari í 16. sæti. Hann lék annan hring mótsins á 5 höggum yfir pari en skorkortið hans má sjá hér fyrir neðan.


Skorkort Hlyns á öðrum hringnum.

University of North Texas er samtals á 25 höggum yfir pari í þessu sterka móti, tíu höggum á eftir SMU skólanum sem er í efsta sæti.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)