Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Háskólagolfið: Hlynur jafn í 19. sæti fyrir lokahringinn
Hlynur Bergsson.
Þriðjudagur 25. september 2018 kl. 10:00

Háskólagolfið: Hlynur jafn í 19. sæti fyrir lokahringinn

Hlynur Bergsson lék vel á öðrum hring Trinity Forest Invitational mótsins sem fram fer í Dallas í bandaríska háskólagolfinu dagana 23.-25. september. Hlynur er jafn í 19. sæti fyrir lokahringinn á höggi undir pari í heildina.

Hlynur, sem lék fyrsta hring mótsins á tveimur höggum yfir pari, var í stuði á öðrum hringnum og kom inn á þremur höggum undir pari. Seinni níu holurnar hjá honum voru frábærar þar sem hann fékk fimm fugla og fjögur pör. Fyrir vikið fór hann upp um 30 sæti í einstaklingskeppninni.

Lið Hlyns, North Texas háskólinn, er jafnt í þriðja sæti fyrir lokahringinn á 14 höggum undir pari í heildina. Lokahringur mótsins fer fram í dag.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)