Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Háskólagolfið: Jóhannes endaði í 13. sæti í Suður-Karólínu
Jóhannes Guðmundsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 11. september 2019 kl. 16:03

Háskólagolfið: Jóhannes endaði í 13. sæti í Suður-Karólínu

Jóhannes Guðmundsson GR var á meðal keppenda á Golfweek Program Championship sem er hluti af bandaríska háskólagolfinu.

Jóhannes lék þar með liði sínu Stephen F Austin State en liðið endaði í 8. sæti af 15 liðum.

Sjálfur lék Jóhannes flott golf alla þrjá hringi mótsins, þá sérstaklega á öðrum hringnum þar sem hann kom inn á 65 höggum eða 5 höggum undir pari. 


Jóhannes lék frábærlega á öðrum hringnum.

Jóhannes lauk leik í 13. sæti í einstaklingskeppninni af 82 kylfingum sem tóku þátt.

Næsta mót hjá Jóhannesi og félögum hans er Louisiana Tech Squire Creek Invitational sem fer fram dagana 15.-17. september.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.