Fréttir

Háskólagolfið: Kent State í 6. sæti eftir tvo hringi
Bjarki Pétursson.
Sunnudagur 27. maí 2018 kl. 12:43

Háskólagolfið: Kent State í 6. sæti eftir tvo hringi

Bjarki Pétursson og Gísli Sveinbergsson og liðsfélagar þeirra í Kent State eru meðal keppenda á NCAA Championship mótinu sem er hluti af bandaríska háskólagolfinu. Mótið fer fram dagana 25.-30. maí og stendur þá einn skóli uppi sem sigurvegari og verður landsmeistari.

Alls leika 30 bestu skólar landsins í mótinu og er skóli strákanna, Kent State, í 76. sæti eftir fyrstu tvo hringina.

Bjarki lék fyrsta hringinn á 4 höggum yfir pari og þann næsta á 2 höggum yfir pari. Hann er jafn í 90. sæti í einstaklingskeppninni. Gísli náði sér ekki alveg á strik og kom inn á 10 höggum yfir pari á fyrsta hringnum en bætti sig um 9 högg á milli hringja þegar hann kom inn á 73 höggum á öðrum hringnum. Hann er jafn í 138. sæti í einstaklingskeppninni.

Kent State er í 6. sæti í liðakeppninni á 3 höggum yfir pari í heildina. Alls komast 15 skólar áfram eftir þrjá hringi.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.


Gísli Sveinbergsson.

Ísak Jasonarson
[email protected]